Um Modulus
Fyrirtækið framleiðir fullfrágengin einingahús og staka módula sem koma tilbúin á áfangastað. Hægt er að tengja saman tvo eða fleiri módula og reisa þar með allar gerðir húsa: parhús, raðhús, fjölbýli o.s.frv.
Framleiðslutími er stuttur frá því að endanleg hönnun og efnisval liggur fyrir eða einungis um nokkrir mánuðir.Starfsfólk Modulus hefur fjölbreytta og þverfaglega reynslu úr byggingariðnaði og tengdum faggreinum.
Modulus kappkostar við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á persónulega og sveigjanlega þjónustu sem hentar hverjum og einum.
Boðið er upp á fjölbreyttar gerðir af módulum (einingahús), allt frá vegg módulum upp í stór og reisuleg fjölbýlishús á nokkrum hæðum. Með því að raða saman módulum eru möguleikarnir endalausir.
Modulus tryggir þér gæða hús, á hagstæðum kjörum með skömmum afhendingartíma.
Gæða hús á hagstæðu verði
Markmið Modulus frá upphafi hefur verið að bjóða gæðavöru á góðu verði. Til að stuðla að betra gæðaeftirliti fór Modulus í samstarf með Nýsköpunarmiðstöð Íslands (“NMÍ”) sem sér um eftirlit í verksmiðjunni á Lettlandi á hverju ári og tekur út burðarvið, gluggaframleiðslu og einingaframleiðslu. Allt efni sem notað er við byggingu okkar módula er CE vottað. Tryggt er að gæði og hraði fari saman í framleiðslu og skilum:
- Þverfaglegt teymi vinnur að öllum verkefnum
- Byggingarnar eru einstaklega vel einangraðar
- Módular eru afar umhverfisvænn kostur og skilur eftir sig lágt kolefnisspor
- Með því að notast við þessa byggingaraðferð er lítið rask og ónæði vegna framkvæmda á byggingastað
Starfsfólk

Berta Gunnarsdóttir

Jakob Helgi Bjarnason

Guðmundur Bergþórsson

Iðunn Jónsdóttir
