Um modulus
Modulus var stofnað árið 2016 með það markmið að framleiða framúrskarandi verksmiðjuframleidd hús fyrir íslenskar aðstæður.
Við stofnun hófst samstarf Modulus við Byko í Lettlandi (Bitus) við að þróa módúla fyrir íslenskan markað. Fyrir hafði verksmiðjan framleitt veggeiningar úr timbri frá árinu 2005. Modulus tók að sér nokkur verkefni með veggeiningum en við höfum síðustu ár einbeitt okkur nánast alfarið að módúlum.
Upphaflega stóð til að módúlarnir yrðu mest megnis stakir módúlar, 60 m2 eða minni, sem myndu henta fyrir ferðaþjónustu sem og gestahús í sumarbústaði. Eftir fyrstu verkefni Modulus með ferðaþjónustuaðilum var ljóst að framleiðslan myndi einnig henta vel til byggingar íbúðarhúsnæðis.
Árið 2019 reis svo fyrsta fjölbýlishús Modulus sem notaðist við módúla. Síðan þá hefur Modulus komið að byggingu fjölmargra fjölbýlishúsa og raðhúsa.
Árið 2023 þróaði Modulus með verksmiðjunni staðlaða módúla í tveimur stærðum, 36 m2 og 58 m2, sem henta mjög vel fyrir einstaklinga og minni ferðaþjónustuaðila.
Modulus teymið
Magnús Ingi Guðmundsson
Fjármál og rekstur
magnus@modulus.is
Jakob Helgi Bjarnason
Sala og þróun
jakob@modulus.is
Iðunn Jónsdóttir
Stjórnarformaður
idunn@modulus.is
Ints Smilškalns
Viðhald og verkstýring
ints@modulus.is