Standard hús
Við bjóðum upp á stöðluð hús í tveimur stærðum. 36 m² og 58 m².
Báðar stærðir koma fullbúnar með öllum þeim aukahlutum sem þú kýst. Hægt er að fá verðhugmynd með því að nota reiknivélina neðar á síðunni.
Hægt að aðlaga að þínum þörfum
Ótal möguleikar á efnisvali, litasamsetningu o.s.frv.
Grunnmyndir
Myndir
Reiknivél
Hér er hægt á auðveldan máta að fá verðhugmynd á stöðluðu húsunum okkar. Skilalýsing miðað við grunnverð er fyrir neðan reiknivélina. Þar eru einnig nánari upplýsingar um alla aukahlutina sem eru í boði.
Hægt er að nota flipana hér að neðan til að velja á milli 36 m² eða 58 m² húsanna.
Skilalýsing
Hér er skilalýsing á standard húsunum okkar miðað við grunnverð. Athugið að skilalýsingin getur tekið breytingum og endanleg skilalýsing tekur mið af völdum aukahlutum.
Útveggir
21×120/145mm lóðrétt timburklæðning í völdum lit
28x44mm láréttar gagnvarðar lektur
20x44mm lóðréttar gagnvarðar lektur
“Siga Majcoat 150” vindpappi
“Útigips” (GU, KTS, GN eða sambærilegt) – 9.5mm
Burðarvirki 44x120mm C18 (cc ~ 600mm) (stálvinklar í öllum 90° hornum)
“Paroc Ultra” steinull – 120mm
OSB/3 – 12mm
“Siga Majpell 25” rakasperra
Lóðréttar lektur 44x44mm þurrkað timbur (cc ~600mm)
Raf- og pípulagnir
“Paroc Ultra” steinull – 42mm
OSB/3 – 12mm
12,5mm gips málað í völdum lit
Þak
4 mm Icopal Pinta Polar tjörupappi
4 mm Icopal Polar tjörupappi
Tjörugrunnur
OSB/3 – 22mm
Loftunargrind. Gagnvarið timbur 44x44mm C18 cc~600
“Siga Majcoat 150” vindpappi
Burðarvirki 69x220mm cc~300 (stálvinklar í öllum 90° hornum)
“Paroc Ultra” steinull – 200mm
“Siga Majpell 25” rakasperra
Lektur 44x44mm þurrkað timbur (cc ~600mm)
Raflagnir
11mm hvítar “Huntonit Panel” loftaplötur
Gólf
8mm Quick Step harðparket
2mm parketundirlegg
18mm OSB/3
Burðarvirki 44x244mm C18 (cc ~400mm) (stálvinklar í öllum 90° hornum)
“Paroc Ultra” steinull – 250mm
“Cembrit Windstopper Extreme” trefjasementsplötur – 9mm
Innveggir
12,5mm gips málað í völdum lit
OSB/3 – 12mm
Burðarvirki 44×94/120mm C18 (cc ~600mm) (stálvinklar í öllum 90° hornum))
Raf- og pípulagnir
“Paroc Ultra” steinull – 100mm/125mm
12mm – OSB/3
12,5mm gips málað í völdum lit
Útihurðir og gluggar
Útihurðirnar og gluggarnir okkar eru framleiddir í sömu verksmiðju og módúlarnir. Framleiðsla gluggana er í líkt og módúlarnir í hæsta gæðaflokki og eru þessir gluggar með gríðarlega reynslu á Íslandi. Upprunalega var gluggaverksmiðjan staðsett í Reykjanesbæ en allur búnaður fluttur úr landi fyrir all mörgum árum síðan.
Gluggarnir hafa verið slagregnsprófaðir og stóðust 2700pa sem er meira en tvöfalt það sem gert er kröfu um í byggingarreglugerð. (1100pa)
Timburgluggar og útihurðir – IS 115 prófíll RAL 7016
Tvöfalt gler; Ug=0.6W/m2k
Útihurðir eru úr sama prófíl og gluggar
Þriggja punkta læsing á útihurðum
Gluggar opnast út
Sandblásið gler á baðherbergjum
Innihurðir
Hvítar hefðbundnar innihurðir frá Swedoor
Gólfefni
8mm Quick Step Oak Beige harðparket
Clays Lava Marazzi sexhyrntar flísar á baðherbergi
Baðherbergi
Clays Lava Marazzi sexhyrntar flísar á gólfi
Clays Cotton 30×60 flísar á veggjum innan sturtusvæðis
Aðrir veggir málaðir með hágljáa baðherbergis málningu
Ifö Icon vegghengt salerni
Ifö Elegant handlaug með skáp
Grohe Eurosmart Cosmopolitan handkrani
Grohe Tempesta Cosmo 210 sturta
Radaway Modo X II 800mm sturtugler
Terma Techologie, matt svartur, 1200×500 rafmagns handklæðaofn
Eldhús
Sérsmíðað eldhús. Sendu fyrirspurn til að fá nákvæma útfærslu og teikningu.
2 potta Electrolux span helluborð
Electrolux 700 series háfur
Franke Maris MRX 210-40 vaskur
Grohe Concette krani
Ísskápur í 36 m² húsinu er 80cm hár innbyggður Electrolux.
Ísskápur í 58 m² húsinu er 180cm hár innbyggður Electrolux.
Kynding
Rafmagn:
ADAX NEO L WIFI rafmagns veggofn í alrými og herbergjum
DEVImat gólfhitamottur með DeviReg hitastilli á baðherbergi
Ariston Velis EVO 80 lítra hitakútur staðsettur fyrir ofan salerni á baðherbergi
Hitaveita:
Hefðbundnir ofnar í alrými og svefnherbergjum
DEVImat rafmagns gólfhitamottur með DeviReg hitastilli á baðherbergi
Loftræsting
Pax Norte sjálfvirk útsogsvifta á baðherbergi
Ferkslofts-túður í alrými og herbergjum
Raflagnir
Schneider Sedna Design tenglar og rofar, hvítir
ABB töfluefni
ROBUS Triumph Slim innfeld ljós í öllum rýmum
Aukahlutir
Hér er nánari lýsing á öllum aukahlutum sem við bjóðum upp á í standard húsunum okkar.
Linax klæðning
Linax klæðning er úr sérmeðhöndluðu timbri sem gefur gríðarlega góða endingu. Timbrið er baðað upp úr hörfræolíu sem nær að gera timbrið meira vatnsfráhrindandi og lætur það halda lagi sínu betur.
Lestu meira um Linax hér
Torfþak
Við bjóðum upp á lausn svo þú getir sett torf á þak húsanna. Lausnin felst í því að við afhendum húsið með sérstökum dúk á þaki sem er hugsaður til að taka við torfi.
Eins koma þá húsin með prófílum neðst í halla þaksins til að halda torfinu.
Kaupandi sér sjálfur um að kaupa og setja upp torfið sjálft.
Gluggar og hurðir
Við bjóðum upp á álklædda glugga sem eru svokallaðir “ál-tré” gluggar. Gluggarnir eru að öðru leyti eins og framleiddir í sömu verksmiðju.
Hægt er að fá stóra rennihurð úr stofu húsanna sem getur verið mjög skemmtileg viðbót.
Ef þú vilt hafa annan lit á gluggum að innan er það hægt. Ath. að ef þú velur álklæddaglugga kostar ekkert aukalega að hafa mismunandi lit að innan og utan.
Við bjóðum upp á að afhenda húsin með Yale doorman snjall-lás uppsettum á útihurð. Hægt er að lesa nánar um hann hér.
Ýmislegt utanhúss
Hægt er að fá húsið afhent með vatnskrana á útvegg.
Eins er hægt að fá rafmagnstengil á útvegg.
Við bjóðum upp á að afhenda húsið með þakskyggni yfir inngangi hússins ásamt “skjólvegg”. Ath. að kaupandi þarf sjálfur að setja þakskyggnið upp á staðnum.
Klæðning innanhúss
Hægt er að velja að fá húsið afhent með hefðbundnum viðarpanel.
Við mælum sterklega með lausn sem við höfum þróað með verksmiðjunni sem er að klæða veggi að innan með hvíttuðum hágæða krossvið. Þetta dregur gríðarlega úr viðhaldi á innveggjum og ósennilegt að neitt þurfi að gera í amk. 15 ár. Þegar þessi lausn er valin sérsmíðum við innihurðir úr sama efni.
Gólfefni
Gegnheilt eikarparket. Þetta þekkja allir, harðparket er mjög gott en það er ekkert sem jafnast á við náttúrulegt viðarparket.
Við bjóðum einnig upp á Forbo vinyldúk sem er gríðarlega slitsterkt efni og hægt að fá í mismunandi útfærslum. Meðal annars vinylparket sem hefur sambærilegt útlit og áferð og harðparket en mun slitsterkara.
Baðherbergi
Hægt er að panta húsin með hringlaga spegli með baklýsingu eða með speglaskáp með ljósum.
Ýmislegt innanhúss
Flísar í forstofu er frábær viðbót til að vernda gólfefnið næst útidyrahurðinni.
Svartir tenglar og rofar brjóta upp útlitið að innan og gefa góðan contrast, sérstaklega ef valið er að setja hvíttaðan krossvið á veggi.
Eldhús
Í stað spónlagðar borðplötu er hægt að fá eikarborðplötu eða kvarts steins borðplötu í eldhúsið.
Engin uppþvottavél er í grunnverði en hægt er að fá annað hvort 45cm eða 60cm Electrolux uppþvottavél.
Enginn bakstursofn er í grunnverði en hægt er að fá hefðbundinn bakstursofn, örbylgjuofn eða sambyggðan örbylgju- bakstursofn frá Electrolux.
Hægt er að fá “backsplash” úr hvítum flísum.
Innfeldar höldur í eldhúsi getur verið stílhrein lausn. Þá eru höldur byggðar inn í hurðirnar á skápunum.
Í grunnverði er helluborð frá Electrolux með tveimur hellum. Hægt er að fá helluborð með fjórum hellum.
Kynding
Rafmagn:
Hægt er að fá aukalega rafmagns gólfhita í forstofu eða rafmagns gólfhita í allt húsið.
Hitaveita:
Hægt er að fá vatns gólfhita í allt húsið aukalega.
Loftræsting
Við bjóðum upp á að setja Lunos loftskiptikerfi í húsin. Hægt er að kynna sér þá lausn betur hér.
Ef þú ert með gólfhita í öllu húsinu bjóðum við upp á WIFI thermostat fyrir allt húsið. Þá geturðu stýrt hitanum í símanum hvar sem er. Tilvalið ef þú ert á leiðinni í húsið og vilt hækka hitann fyrir komu.
Annað
Hægt er að panta pallaefni með húsunum. Þá kemur allt sem til þarf til að setja upp pallinn og allt timbur sagað í réttar lengdir miðað við teikningu.
Við erum með mikinn sveigjanleika og getum eflaust komið til móts við alls konar hugmyndir sem þú hefur. Sendu okkur endilega fyrirspurn!