Módúlar
-Nútíma byggingaraðferð
Frá 2016 höfum við með verksmiðju okkar unnið að því að fullkomna framleiðslu á módúlum sem byggjast á íslenskum aðstæðum, þörfum og venjum. Í öllum okkar lausnum byggist framleiðslan á sama framleiðsluferlinu sem er CE-vottað. Við stýrum gæðaeftirliti með framleiðslunni frá upphafi til enda og komum nánast fullbúnu húsi til þín.
Myndband af framleiðslu og flutningi
Ferlið
Fyrirspurn
Þú sendir okkur fyrirspurn og gerir grein fyrir þinni hugmynd. Við aðlögum hugmyndina þína að okkar framleiðslu og gefum þér formlegt tilboð. Ef það liggur ekki allt fyrir varðandi verkefnið getum við gefið verðhugmynd á meðan við skoðum málið nánar.
Samningur
Þegar við höfum komist að samkomulagi um nákvæma útfærslu verkefnisins gerum við samning þar sem allt ferlið, verð, greiðsluskilmálar, tímalína og efnisval, er fullmótað.
Undirbúningur
Eftir undirritun samnings fer verksmiðjan okkar að undirbúa framleiðslu: Setur gluggana í framleiðslu, pantar inn allt byggingarefni sem ekki er til á lager hjá þeim, býr til framleiðsluteikningar o.s.frv.
Samhliða því þarft þú að huga að því að hefja jarðvegs-, grunnlagna- og undirstöðuframkvæmdir ásamt öllum leyfismálum. Við aðstoðum við þessa þætti eftir þörfum.
Framleiðsla
Næst fer framleiðsla í verksmiðjunni af stað. Við fylgjumst vel með á öllum stigum framleiðslunar í gegnum gæðakerfi okkar og leysum öll vandamál sem kunnu að koma upp. Samhliða framleiðslunni okkar sérð þú um jarðvinnu á verkstað sem og að steypa undirstöður.
Flutningur
Við sjáum alfarið um flutning til Íslands.
Í flestum tilvikum gerum við samkomulag við kaupendur um afhendingu í þeirri höfn sem hentar best hverju sinni.
Fyrir stök hús erum við með safnsendingar 7-10 sinnum á ári en fyrir stærri verkefni notum við heilt flutningaskip fyrir það verkefni.
Afhending
Við afhendum venjulega húsin okkar beint á flutningabíl á vegum kaupanda á bryggju sem flytur svo módúlinn á áfangastað. Kaupandi sér svo um að fá bílkrana á staðinn til þess að færa húsið á undirstöður. Við aðstoðum að sjálfsögðu við þetta eftir þörfum.
Huga þarf að því að aðgengi að verkstað sé nægilega gott til að taka á móti stórum bílkrana og húsinu.
Eftirfylgni
Þegar afhendingu er lokið og húsið tekið í notkun er alltaf möguleiki að eitthvað komi upp. Við erum áfram til staðar og leysum öll þau vandamál sem kunna að rísa.
Tækniupplýsingar
Hér er hægt að sjá hefðbundna uppbyggingu húsanna okkar. Endanlegt efnisval eða sérstakar lausnir eru svo mismunandi eftir þörfum og tilhögun verkefna.
Útveggir
21×120/145mm lóðrétt timburklæðning (mismunandi eftir verkefnum)
28x44mm láréttar gagnvarðar lektur
20x44mm lóðréttar gagnvarðar lektur
“Siga Majcoat 150” vindpappi
“Útigips” – 9.5mm
Burðarvirki 44x120mm C18 (cc ~ 600mm) (stálvinklar í öllum 90° hornum)
“Paroc Ultra” steinull – 120mm
OSB/3 – 12mm
“Siga Majpell 25” rakasperra
Lóðréttar lektur 44x44mm þurrkað timbur (cc ~600mm)
Raf- og pípulagnir
“Paroc Ultra” steinull – 42mm
OSB/3 – 12mm
12,5mm gips (mismunandi eftir verkefnum)
Þak
Endanleg þakklæðning (ef þess er óskað)
4 mm Icopal Pinta Polar tjörupappi
4 mm Icopal Polar tjörupappi
Tjörugrunnur
OSB/3 – 22mm
Loftunargrind. Gagnvarið timbur 44x44mm C18 cc~600
“Siga Majcoat 150” vindpappi
Burðarvirki 69x220mm cc~300 (stálvinklar í öllum 90° hornum)
“Paroc Ultra” steinull – 200mm
“Siga Majpell 25” rakasperra
Lektur 44x44mm þurrkað timbur (cc ~600mm)
Raflagnir
12,5mm gips (mismunandi eftir verkefnum)
Gólf
8mm Quick Step harðparket (mismunandi eftir verkefnum)
2mm parketundirlegg (mismunandi eftir verkefnum)
18mm OSB/3
Burðarvirki 44x244mm C18 (cc ~400mm) (stálvinklar í öllum 90° hornum)
“Paroc Ultra” steinull – 250mm
“Cembrit Windstopper Extreme” trefjasementsplötur – 9mm
Innveggir
12,5mm gips (mismunandi eftir verkefnum)
OSB/3 – 12mm
Burðarvirki 44×94/120mm C18 (cc ~600mm) (stálvinklar í öllum 90° hornum))
Raf- og pípulagnir
“Paroc Ultra” steinull – 100mm/125mm
12mm – OSB/3
12,5mm gips (mismunandi eftir verkefnum)
Útihurðir og gluggar
Útihurðirnar og gluggarnir okkar eru framleiddir í sömu verksmiðju og módúlarnir. Framleiðsla gluggana er í líkt og módúlarnir í hæsta gæðaflokki og eru þessir gluggar með gríðarlega reynslu á Íslandi. Upprunalega var gluggaverksmiðjan staðsett í Reykjanesbæ en allur búnaður fluttur úr landi fyrir all mörgum árum síðan.
Gluggarnir hafa verið slagregnsprófaðir og stóðust 2700pa sem er meira en tvöfalt það sem gert er kröfu um í byggingarreglugerð. (1100pa)
Timburgluggar og útihurðir – IS 115 prófíll
Tvöfalt gler
Útihurðir eru úr sama prófíl og gluggar
Þriggja punkta læsing á útihurðum
Sandblásið gler á baðherbergjum
GEZE hurðapumpa á útihurð
Innihurðir
Við erum með alls kyns lausnir þegar kemur að innihurðum. Allt frá hefðbundnum þýskum innihurðum sem þekkjast vel á Íslandi til sérsmíðaðra hurða.
Þegar við afhendum módúla með hvíttuðum krossvið á veggjum sérsmíðum við innihurðir úr sama efni.
Gólfefni
Á baðherbergi erum við aðallega að bjóða upp á tvenns konar lausnir:
Flísar, valdar í samráði við kaupanda
Forbo vinyldúkur
Á önnur rými getum við boðið upp á:
Flísar
Harðparket
Viðarparket
Vinylparket
Almennt afhendum við módúlana með hvítum gólflistum en hægt er að óska eftir sérlausnum varðandi þá.
Baðherbergi
Í flestum tilvikum eru baðherbergin flísalögð. Veggir flísalagðir á sturtusvæði.
Við getum sett blöndunartæki, handlaugar og salerni frá flestum framleiðendum í módúlana í verksmiðjunni okkar en mest höfum við notað GROHE og IFÖ.
Eldhús
Við erum með alls kyns lausnir í eldhúsum en það sem við notum mest eru sérsmíðuð eldhús frá framleiðanda skammt frá verksmiðjunni okkar. Þeir koma sjálfir og setja eldhúsin upp í verksmiðjunni. Endalausir möguleikar. Frontar eru almennt spónalagðir með efni frá EGGER.
Rafmagnstæki í eldhús getum við fengið frá öllum hefðbundnum framleiðendum. Við höfum mest notað Electrolux.
Kynding
Kynding módúlanna tekur algjörlega mið af þínum þörfum.
Ef aðgengi er að hitaveitu getum við bæði boðið upp á hefðbundna hitaveituofna sem og gólfhita.
Ef þú ert á köldu svæði getum við boðið upp á rafmagnsofna eða rafmagnsgólfhita sem hefur orðið hagkvæmari með árunum. Á köldum svæðum getum við svo leyst heitt neysluvatn annað hvort með hitakút eða gegnumstreymishitara.
Loftræsting
Við erum alltaf með vélrænt útsog á baðherbergjum.
Að auki bjóðum við upp á margar lausnir í loftræstingu. T.d. LUNOS e²60 loftskiptikerfi.
Raflagnir
Í flestum tilvikum liggur ídráttarbarki fyrir inntak frá töflu og út fyrir módulinn. Í hann er þá hægt að draga kapal á verkstað og tengja við töflu.
Rafmagnstaflan er útbúin ekki einungis eftir íslenskum kröfum heldur einnig íslenskum venjum í uppsetningu. Við notum eingöngu raflagnaefni sem er fáanlegt á Íslandi svo auðvelt sé að skipta út t.d. töflurofum síðar meir.
Við getum einnig boðið upp á að ganga frá módulunum með CEE veggtengli á einhverjum útveggjanna.
Annað
Við getum leyst allar hugmyndir sem geta komið upp. Ef það er eitthvað sem þú ert að velta fyrir þér, sendu okkur endilega fyrirspurn.