Hótel hamar

Sáum um viðbót við Hótel Hamar fyrir utan Borgarnes. Viðbótin voru 16 stakstæð hótelherbergi við 18. holu golfvallarins. Að auki afhentum við verkkaupa tvo 15m2 módúla sem hugsaðir eru sem tæknirými og geymsla.

Byggingarár

Fjöldi módúla

magma hotel

Frá árinu 2017 höfum við samtals komið að þremur áföngum í byggingu Magma Hotel á Kirkjubæjarklaustri. Verkefnið var þróað frá grunni af Modulus. Virkilega skemmtilegt verkefni þar sem við afhentum kaupanda fullbúin hótelherbergi sem voru hönnuð í samráði við verkkaupa. Sérsmíðaðar innréttingar, torfþök, timburpanill við rúm og sérsniðið pallaefni voru meðal helstu sératriða sem við leystum.

Byggingarár

Fjöldi módúla

harbour view

Komum að byggingu Harbour View sem eru 10 stakstæð hótelherbergi við höfnina í Grindavík. Verkkaupi kom með hönnuð að verkinu sem við unnum náið með. Í samstarfi við hönnuðinn framleiddum við herbergin með sérsmíðuðum bekkjum í aðalglugga hvers herbergis, við klæddum herbergin að innan með hvíttuðum krossvið ásamt öðrum sérlausnum.

Byggingarár

Fjöldi módúla

Asparskógar

Byggðum tvö glæsileg tveggja hæða fjölbýlishús við Asparskóga á Akranesi. Húsin voru byggð á sambærilegum lóðum og húsin sem við byggðum fyrir Bjarg Íbúðafélag tveimur árum áður. Húsin voru með nokkrum íbúðastærðum þar sem sumar íbúðir voru samsettar úr tveimur módúlum en minnstu íbúðirnar úr einum.

Byggingarár

Fjöldi módúla

Helluvað

Afhentum þrjú ferðaþjónustuhús af okkar stöðluðu gerð. Húsin eru minni stærðin af stöðluðu ferðaþjónustuhúsunum okkar en hægt er að velja mismunandi eiginleika í þessum húsum. Lesið nánar um það hér.

Byggingarár

Fjöldi módúla

magma starfsmannahús

Samhliða þriðja áfanga á Magma Hotel afhentum við verkkaupa starfsmannahús sem munu nýtast starfsmönnum hótelsins vel þar sem erfitt var að finna ásættanlega gistingu á svæðinu. Skipulag húsanna var sérmótað með þetta í huga og eru sumum húsanna t.a.m. skipt upp í miðju og mynda því tvær íbúðir.

Byggingarár

Fjöldi módúla

Miðhraun

Glæsileg ferðaþjónustuhús á Snæfellsnesi þar sem hvert hús var samsett úr tveimur módúlum. Stórt eldhús með eyju, gólfhiti undir öllu og gólfsíðir gluggar í stofu voru meðal þeirra sérlausna sem við leystum í þessu verkefni.

Byggingarár

Fjöldi módúla

Lambafell

Fyrsta ferðaþjónustuverkefni Modulus. Gríðarlega skemmtileg staðsetning undir Eyjafjöllum. Húsin voru klædd með viðhaldslítilli viðarklæðningu sem hefur reynst gríðarlega vel.

Byggingarár

Fjöldi módúla

Bjarg íbúðafélag

Árin 2018-2019 byggðum við þrjú fjölbýlishús á Akranesi fyrir Bjarg Íbúðafélag. Modulus var alverktaki á verkefninu og sá um alla verkþætti: hönnun, jarðvinnu, undirstöður, módúlana, lokafrágang o.s.frv.

Byggingarár

Fjöldi módúla

Bjórböðin

Tókum þátt í byggingu Bjórbaðanna á Árskógssandi með því að framleiða og setja upp veggeiningar frá verksmiðjunni okkar. Veggeiningarnar komu með glæsilegum gluggum sem vísa út á fjörðinn.

Byggingarár

Stærð

Hádegisskarð

Modulus var alverktaki í þessu verkefni fyrir Hafnarfjarðarbæ. Virkilega skemmtilegt verkefni úr módúlum þar sem þurfti að hanna húsin til að taka mið af landhalla lóðarinnar.

Byggingarár

Fjöldi módúla

Miðbraut

Framleiddum veggeiningar í byggingu fjórbýlis á Miðbraut, Seltjarnarnesi.

Byggingarár

Stærð

Mýrargata

Komum að byggingu þessa húss á Mýrargötu í Reykjavík. Þarna hentuðu veggeiningar vel þar sem byggingareiturinn og húsgerðin krafðist mikils sveigjanleika í uppbroti og þakgerð.

Byggingarár

Stærð

Lautarvegur

Sáum um að reisa veggeiningar með gluggum á þessum “keðjuhúsum” í Fossvogi. Sáum einnig um utanhússklæðningu húsanna sem eru trefjasementsplötur sem við höfum notað í mörgum af okkar verkefnum.

Byggingarár

Stærð

Úlfarsbraut

Byggðum parhús á Úlfarsbraut, Reykjavík. Modulus sá alfarið um verkið og seldi svo til kaupanda tilbúið til innréttinga.

Byggingarár

Stærð