Hugsum í lausnum


Umsagnir viðskiptavina

Magma Hotel
Davíð Harðarson / Verkefnastjóri
"Við lögðum af stað með hótel verkefni með stuttum fyrirvara og settum okkur í samband við Modulus sem kom með tillögu að sniðugri lausn sem mættu okkar kröfum varðandi afhendingartíma, verð og gæði.
Þjónustan og viðmótið sem við mættum hjá Modulus var framúrskarandi, sérstaklega þegar á reyndi og vandamál komu upp. Ferlið í heild sinni var mjög lærdómsríkt og erum við reynslunni ríkari eftir samstarf okkar við starfsmenn Modulus.
Við sjáum mikil tækifæri í því að nota Modulus lausnir fyrir stækkun hótelsins sem og í öðrum framtíðarplönum."
Þjónustan og viðmótið sem við mættum hjá Modulus var framúrskarandi, sérstaklega þegar á reyndi og vandamál komu upp. Ferlið í heild sinni var mjög lærdómsríkt og erum við reynslunni ríkari eftir samstarf okkar við starfsmenn Modulus.
Við sjáum mikil tækifæri í því að nota Modulus lausnir fyrir stækkun hótelsins sem og í öðrum framtíðarplönum."

Welcome Hotel Lambafell
Stefán Aðalsteinsson / Eigandi
"Það var ánægjulegt fyrir mig að vinna með Modulus.
Ég er ánægður með gæðin og afgreiðslutímann, það
er mín skoðun að þær lausnir sem Modulus býður uppá
sé bæði hagkvæm og tímasparandi."
Ferlið


Hönnun
Þú kemur með teikningar eða við aðstoðum við hönnunina.

Ákvarðanir
Efnisval og tæknileg atriði eru vandlega yfirfarin. Verðmat er sent þér til samþykktar.

Framleiðsla
Eftir samþykkt þá eru módularnir settir í framleiðslu og gerðir klárir fyrir flutninga.

Flutningur
Módularnir eru fluttir til Íslands. Eftir komu til landsins eru þeir fluttir á áfangastað.

Frágangur
Sérhæft teymi annast uppsetningu á módulum sem fara á tilbúnar undirstöður.