Verkefnin okkar

Modulus tók við sölu á öllum vörum frá húseiningaverksmiðju BYKO-LAT, systurfélagi BYKO á Íslandi, síðla árs 2016. Verksmiðjan framleiðir einingahús, annars vegar hefðbundnar timburveggeiningar og hins vegar módula sem eru fullfrágengin hús sem koma tilbúin á áfangastað.

Hægt er að tengja saman tvo eða fleiri módula og reisa þar með allar gerðir húsa: parhús, raðhús, fjölbýli o.s.frv.
Framleiðslutími er stuttur frá því að endanleg hönnun og efnisval liggur fyrir eða einungis um nokkrir mánuðir.

Þar sem húsin eru byggð með módulum er lítið mál að færa þau í framtíðinni. Þá eru módularnir einfaldlega skrúfaðir í sundur frá hvorum öðrum og af undirstöðum og fluttir til.

116043060

Magma Hotel

Magma Hotel eru 12 módular sem staðsettir eru á fallegum stað rétt utan við Kirkjubæjarklaustur. 

Modulus kom að hönnun í samráði við kaupanda. Uppbygging módulana samanstendur af baðherbergi og alrými og eru hugsuð sem hótelberbergi þar sem viðkomandi aðili rekur einnig þjónustuhús á sama stað. Helmingur módulanna er 27 m2 að stærð og hinn helmingur 32 fm2. Hver módull er klæddur með þrýstisprautuðum furuborðum og á þaki er tvöfaldur tjörupappi og ofan á hann er lagt torf

Staðsetning: Magma Hotel, Tunga, 881 Kirkjubæjarklaustur.

Linkar á síðu: https://www.magmahotel.is/

 

Harbour View - 2017

Við höfnina í Grindavík eru staðsettir 10 glæsilegir módular. Stærð þeirra er 28,8 m2. 

Kaupendur fengu til liðs við sig arkitektinn Svövu Jóns sem sá um bæði hönnun húsanna ásamt innanhúshönnunar ráðgjöf. Stærð þeirra er 28,8 m2. Klæðningin er úr þrýstisprautuðum bandsöguðum furuborðum. Á þaki er tjörupappi. Hver módull er saman stendur af svefnherbergi, baðherbergi og sameiginlegu rými með lítilli eldhúsaðstöðu.

Staðsetning: Harbour View, Austurvegur 26b, 240 Grindavík.

Linkar á síðu: https://www.harbourview.is/

 

113785937
modulus-samsettar-einingar-1

Asparskógar – 2019

Í byggingu eru 3 íbúðablokkir fyrir Bjarg íbúðafélag. Um er að ræða fjölbýli á tveimur hæðum, alls 11 íbúðir úr 20 módulum.  Svava Björk Jónsdóttir sér um hönnun. 

fullkláraðar að innan sem utan með klæðningu, innréttingum, gólfefni, lögnum og inntaki fyrir vatn og rafmagn.

Áæluð verklok eru sumar 2019.

Staðsetning: Asparskógar 12, 14 og 16, 300 Akranesi

Lambafell - 2017

Fallegir módular, alls 15 talsins, staðsettir á ægifögrum stað að Lambafelli undir Eyjafjöllum. Hver módull er 27,9 m2 og inniheldur baðherbergi, svefnherbergi og sameiginlegt rými með eldhúsaðstöðu. Modulus kom að hönnun í samráði við kaupanda. Módularnir eru klæddir með lerki og á þakinu er tjörupappi. 

Staðsetning: Welcome Hotel Lambafell, 861 Hvolsvöllur. 

Linkar á síðu: http://lambafell.is/

Lambafell mynd af tripadvisor
1509448806-andyri

Bjórböðin Spa - 2016

Bjórböðin Spa á Dalvík sem hafa vakið verðskuldaða athygli eru byggð úr timbureiningum frá Modulus.

Staðsetning: Ægisgata 31, 621 Árskógssandi

Linkur á vefsíðu: https://www.bjorbodin.is/

Mýrargata og Seljavegur

Þetta fallega hús sem stendur á horni Mýrargötu og Seljavegar í Reykjavík og var byggt í gamaldags anda úr timbureiningum frá Modulus.
Modulus getur aðstoðað viðskiptavini sína við teikningar í samstarfi við arkitekta sé þess óskað.

Staðsetning: Mýrargata/Seljavegur, Reykjavík

m31
Screenshot-2019-04-08-at-15.12.38

Starfsmannaíbúðir – 2016

Skömmu eftir opnun fyrirtækisins ákváðum við hjá Modulus að hanna og framleiða starfsmannaíbúðir fyrir vinnumenn sem stóðu að byggingu á lóð við Mýrargötu í miðbæ Reykjavíkur. Við lögðum af stað í verkefnið í þeim tilgangi að prófa ferilinn fyrst alla leið sjálf áður en við færum að selja módula áfram til þriðja aðila. Lagt var upp úr að hafa efnisval íbúðanna í ódýrari kantinum án þess að það hefði áhrif á gæði húsanna. Hvor íbúð fyrir sig er 40 m2.