VEGG MÓDULAR

1719 Úlfarsbraut 1 - með logo

Hafir þú áhuga á að kaupa af okkur fokheld hús eða ert að byggja eftir flóknum teikningum, þá bjóðum við upp á vegg módula. Vegg módularnir eru heilir veggir, samsettir á byggingarstað.

Vegg módular frá Modulus eru hentug lausn og skara fram úr á mörgum sviðum. Má þar sérstaklega nefna:

  • Frágang á gluggum sem settir eru í vegg móduluna í verksmiðjunni og því ekki þörf á að ganga frá þeim eftir á.
  • Öllum lögnum, rofum, tenglum- og veggljósadósum er komið fyrir í vegg módulunum í verksmiðjunni.
  • Tímasparnað þar sem vegg módularnir eru settir upp á byggingarstað á afar skömmum tíma þar til að byggingin telst fokheld.
  • Einstaklega góða einangrun úr steinull.

Í hnotskurn

  • Gæði
  • Hraði
  • Umhverfisvænt
  • Takmarkað ónæði vegna byggingaframkvæmda
  • Góð einangrun
  • Góð loftgæði og líkur á myglu nánast engar

SENDA FYRIRSPURN

Invalid Email

SÝNISHORN

FERLIÐ

5

Hönnun

Viðskiptavinur kemur með teikningar að baki sinni hugmynd, þ.e. arkitektarteikningar (útlit, klæðning og deili).

Ef teikning er ekki til staðar getum við hjá Modulus einnig aðstoðað viðskiptavini okkar við slíka grunnhönnun.

Viðræður

Eftir að teikningar liggja fyrir þarf að skoða efnisval og aðra hönnunartengda þætti. Í kjölfarið getum við gefið gróft verðmat í verkefnið.

Ef sátt næst um kaup og kjör er næsta skref að fara ítarlega yfir tæknileg atriði tengd verkefninu í samvinnu við framleiðandann og Modulus.

Framleiðsla

Þegar allar sérteikningar liggja fyrir og viðskiptavinur hefur samþykkt framleiðsluteikningar eru vegg módularnir settir í framleiðslu.

Að henni lokinni eru vegg módularnir gerðir klárir fyrir flutninga til landsins.

Flutningur

Vegg módularnir eru fyrst fluttir með vörubifreiðum frá verksmiðjunni að höfn og þaðan sjóleiðis áfram til Íslands. Eftir komu til landsins eru þeir fluttir á áfangastað.

Frágangur

Modulus er með sérhæft teymi sem annast uppsetningu. 

Áður en vegg módularnir koma til landsins þarf allri jarðvinnu að vera lokið, púði kominn á lóð og búið að setja upp sökkla og viðeigandi undirstöður. Modulus getur aðstoðað viðskiptavini við slíka undirbúningsvinnu ef þess er óskað.