Samsettir módular
Með samsettum módulum getum við boðið upp á lausn sem hentar vel í stærri verkefni á borð við sérbýli, raðhús og íbúðablokkir. Lausnin felur í sér að módularnir eru tengdir saman, annað hvort hlið við hlið eða ofan á hvorn annan.
Þetta gerir það að verkum að bygging er um það bil 80% fullkláruð í verksmiðju og því einungis lágmarks frágangur á áfangastað.
Fullkláraðar einingar eru fluttar í heilu lagi á áfangastað þar sem sérhæft samsetningateymi frá Modulus tekur við að loka samskeytunum fyrir lokafrágang.
Þar sem húsin eru byggð með módulum er lítið mál að færa þau í framtíðinni. Þá eru módularnir einfaldlega skrúfaðir í sundur frá hvorum öðrum og af undirstöðum og fluttir til.

Nánari upplýsingar
- Húsin eru timburhús, unnin úr innfluttum einingum.
- Allt efnisval er vottað og CE merkt.
Undirstöður:
- Steyptar og einangraðar við sökkla.
- Botnplatan er timburplata og uppbyggð með undirlagi vegna hljóðvistar s.s. parketi, timbureiningum með steinull og klæðningu.
Veggir:
- Útveggir eru timburveggir, einangraðir með steinull.
- Ramminn er klæddur OSB/3 plötum að utan verðu, Tyvek soft vindvarnarlagi og loftunargrind.
- Að innanverðu er rakavarnarlag og lagnagrindur fylltar af Paroc eXtra steinull og klæddar með gifsi.
Klæðning:
- Utanhússklæðning að vali kaupanda.
Í hnotskurn
- Endalausir möguleikar
- Sveigjanleiki
- Gæði
- Hraði
- Umhverfisvænir
- Lítið jarðrask á byggingarstað
- Góð einangrun
- Góð loftgæði og líkur á myglu nánast engar
SENDA FYRIRSPURN
FERLIÐ

Hönnun
Þú kemur með teikningar eða við aðstoðum við hönnunina.
Ákvarðanir
Efnisval og tæknileg atriði eru vandlega yfirfarin. Verðmat er sent þér til samþykktar.
Framleiðsla
Eftir samþykkt eru módularnir settir í framleiðslu og gerðir klárir fyrir flutninga.
Flutningur
Módularnir eru fluttir til Íslands. Eftir komu til landsins eru þeir fluttir á áfangastað.
Frágangur
Sérhæft teymi annast uppsetningu og frágang módula á tilbúnar undirstöður.