house

 

Módular eru byggingar sem afhendast kaupanda fullkláraðar að innan sem utan. 

Módullinn getur verið fullkomin viðbót við núverandi híbýli eða í ferðaþjónustu, auk þess að vera hagkvæm lausn fyrir stærri verkefni. Felur í sér gríðarlegan tímasparnað fyrir kaupanda og getur því verið frábær lausn fyrir þá sem vilja fá gæðavöru og spara sér tíma.

Módular

  • Gæði
  • Hraði
  • Umhverfisvænir
  • Lítið jarðrask á byggingarstað
  • Góð einangrun
  • Góð loftgæði og líkur á myglu nánast engar

SENDA FYRIRSPURN

Invalid Email

FERLIÐ

5

Hönnun

Viðskiptavinur kemur með teikningar að baki sinni hugmynd, þ.e. arkitektarteikningar (útlit, klæðning og deili).

Ef teikning er ekki til staðar getum við hjá Modulus einnig aðstoðað viðskiptavini okkar við slíka grunnhönnun.

Viðræður

Eftir að teikningar liggja fyrir þarf að skoða efnisval og aðra hönnunartengda þætti. Í kjölfarið getum við gefið gróft verðmat í verkefnið.

Ef sátt næst um kaup og kjör er næsta skref að fara ítarlega yfir tæknileg atriði tengd verkefninu í samvinnu við framleiðandann og Modulus.

Framleiðsla

Þegar allar sérteikningar liggja fyrir og viðskiptavinur hefur samþykkt framleiðsluteikningar eru módularnir settir í framleiðslu.

Að henni lokinni eru módularnir gerðir klárir fyrir flutninga til landsins.

Flutningur

Módularnir eru fyrst fluttir með vörubifreiðum frá verksmiðjunni að höfn og þaðan sjóleiðis áfram til Íslands. Eftir komu til landsins eru þeir fluttir á áfangastað.

Frágangur

Modulus er með sérhæft teymi sem annast uppsetningu. 

Áður en módularnir koma til landsins þarf allri jarðvinnu að vera lokið, púði kominn á lóð og búið að setja upp sökkla og viðeigandi undirstöður. Modulus getur aðstoðað viðskiptavini við slíka undirbúningsvinnu ef þess er óskað.